Stjórn Norðurorku hf. hefur ráðið Helga Jóhannesson verkfræðing forstjóra Norðurorku hf. Helgi er menntaður vélstjóri og vélaverkfræðingur. Hann lauk meistaranámi frá Aalborg Universitet árið 1987. Helgi hefur undanfarin fimm ár verið umdæmisstjóri VÍS á Norðurlandi, en á árunum 2001 - 2007 var hann framkvæmdastjóri Norðurmjólkur ehf. Helgi hefur fjölbreytta starfsreynslu úr atvinnulífinu, m.a. fyrir sveitarfélög og hefur setið í stjórnum fjölda fyrirtækja gegnum árin. Helgi er kvæntur Stefaníu G. Sigmundsdóttur leikskólakennara og tækniteiknara og eiga þau fjögur börn. Helgi mun hefja störf seinni hluta aprílmánaðar. Hann tekur við stöðunni af Ágústi Torfa Haukssyni, sem hefur verið ráðinn forstjóri Jarðborana hf. Ágúst Torfi tók við stöðu forstjóra Norðurorku um miðjan september sl. af Franz Árnasyni.