Besta veðrið um helgina verður á Norður- og Austurlandi. Sólarkaflar gætuorðið langir en þoka gæti þó lúrt úti við austurströndina að næturlagi. Þetta kemur fram í veðurskeyti Veðurstofunnar í morgun. Þar segir enn fremur að þrátefli sé í veðrinu því veður verði mjög svipað á landinu fram yfir helgi.
Það er hæð norðaustur af landinu og lægð í suðvestri, Því verður austanátt viðvarandi en vindur verði þó í spakara lagi. Sunnan-og vestanlands verður skýjað að mestu og viðbúið að þar geri vætu öðru hvoru en þó yfirleitt í litlu magni. Áfram verður hlýtt.