Helga komin fram úr föður sínum

Helga Hansdóttir.
Helga Hansdóttir.

Júdódeild KA hefur unnið alls 472 Íslandsmeistaratitla frá árinu 1979 er KA eignaðist sinn fyrsta Íslandsmeistara. Þá hefur deildin unnið 111 verðlaun á alþjóðlegum mótum. Á uppfærðum lista félagsins kemur einnig fram að Helga Hansdóttir, nýkjörinn efnilegasta júdókona landsins, hefur tekið fram úr föður sínum, Hans Rúnari Snorrasyni, í titlafjölda en Helga hefur unnið ellefu titla en Hans Rúnar níu. Alls hafa 150 keppendur frá KA unnið þessa titla. Flesta Íslandsmeistaratitlana á Freyr Gauti Sigmundsson eða 25 og þeir Sævar Sigursteinsson og Vernharð Þorleifsson koma þar á eftir með 22 titla hvor.

Nýjast