Á bæjarstjórnarfundi á Húsavík fyrir margt löngu voru þá landlægar deilur um fiskveiðikvóta meðal annars til umræðu og sitt sýndist hverjum. Eins og svo oft áður átti útgerðarstjórinn Kristján Ásgeirsson síðasta orðið, þegar hann sagði af mikilli dýpt um kvótastríðið í landinu:
„Öll ætlum við að lifa - en það endar yfirleitt með því að einhverjir verða að deyja.“ JS