Í morgun klukkan 8.30 heimsóttu forsetahjónin Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid Hveravelli í Reykjahverfi og kynntu sér vistvæna ræktun grænmetis og þar með var opinber heimsókn forsetans í Norðurþing hafin.
Frá Reykjahverfi var haldið til Húsavíkur og litið inn á leikskólann Grænuvöllum þar sem nemendur og starfsfólk tóku vel á móti góðum gestum. Þar var brugðið á leik og forsetahjónin og nemendur freistuðu þess að leysa hin ýmsu vandamál heimsins og varð bara nokkuð vel ágengt. Þá klippti forsetinn ásamt ungum aðstoðarmanni á borða og opnaði þar með formlega nýja deild á leikskólanum sem ber það hátignarlega nafn, Róm.
Nú tekur við viðamikil dagskrá forsetahjónanna í dag og á morgunn og verðu komið víða við eins og áður hefur verið rakið á vikudagur.is. JS