"Nú er í gangi heimsins fyrsta faranddanshátíð og fyrsta alþjóðlega swinghátíðin. Hakan óskaði eftir því að fá að koma til Fjallabyggðar þessa helgi, annað hvort til Siglufjarðar eða Ólafsfjarðar. Þar sem Pæjumótið er þessa helgi á Siglufirði bauð ég hann velkominn til Ólafsfjarðar. Það koma um 100 dansarar frá 21 landi til þess að taka þátt í hátíðinni. Má nefna að 8 manns koma alla leið frá Ástralíu. Auk þess kemur þekkt bandarísk hljómsveit sem kallar sig The Cangelosi Cards sem kemur við á Íslandi á Evrópuferð sinni. Hún spilar á föstudagskvöldinu og hljómsveit Hauks Gröndals spilar á laugardagskvöldið. Vakin verður upp millistríðsárastemning og spilað verður alvöru gullaldar swing jazz á borð við Ellu Fitzgerald, Louise Armstrong, Duke Ellington, Count Basie, Benny Goodman og fleiri," segir Karitas í tilkynningu sinni.
Swingdanshátíðin á Íslandi á sér eingöngu stað í Reykjavík og í Ólafsfirði og er hér um stórmerkilegan menningarviðburð að ræða sem ekki hefur sést áður á Íslandi.
Föstudagur 7. ágúst kl. 19 - Yfir 100 dansarar frá 21 landi koma saman og dansa.
kl. 21 - Tónleikar með bandarísku hljómsveitinni Cangelosi Cards. Hljómsveitin kemur við á Íslandi í Evrópuferð sinni.
Laugardagur 8. ágúst kl. 19 - Yfir 100 dansarar frá 21 landi koma saman og dansa.
kl. 21 - Tónleikar með hljómsveit Hauks Gröndals
Nú er tækifærið til að koma og dansa eða bara að hlusta á frábæra tónlistarmenn!