Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra Veruleg mengun frá brennum og flugeldum

Áramótabrenna
Áramótabrenna

Heilbrigðisnefnd Norðurlands eystra fjallaði um flugeldasýningar og brennur á fundi sínum skömmu fyrir áramót. M.a. var rætt um mikinn fjölda staðfestra skráninga fyrir flugeldasýningar og brennur um ármót og á þrettándanum.

„Nefndin áréttar að veruleg mengun stafar frá skipulögðum brennum og flugeldasýningum auk þess sem ótakmörkuð notkun almennings á flugeldum eykur mengunarálag verulega á þessum árstíma. Nefndin telur mikilvægt að endurskoðun áætlunarinnar leiði til markvissra aðgerða til að draga úr þessari mengun,“ segir í bókun Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra sem áréttuð var á fundinum.

Bent var á að nefndin hefði einnig vakið athygli á þessu máli fyrir tveimur árum. Þá velti nefndin fyrir sér hvort ekki þyrfti að skerpa á reglum um starfsemi af þessu tagi með hliðsjón af markmiði laga um hollustuhætti og mengunarvarnir , sem er m.a. að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felast í heilnæmu og ómenguðu umhverfi, sem og að draga úr losun út í andrúmsloft, vatn og jarðveg.

Nýjast