Að venju standa stéttarfélögin á Akureyri fyrir hátíðahöldum á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks þann 1. maí. Kjörorð dagsins eru: "Vinna er velferð". Dagskráin er nokkuð hefðbundin en hún hefst á því að göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið, þar sem happdrættismiðar verða m.a. afhentir. Kl. 14.00 verður svo lagt af stað í kröfugönguna við undir Lúðrasveitar Akureyrar og gengið að Hofi, þar sem hátíðardagskráin fer fram. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir formaður FVSA flytur ávarp 1. maí nefndar stéttarfélaganna. Aðalræðu dagsins flytur Stefán Einar Stefánsson formaður LÍV. Á eftir verður skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu.