Haukur Heiðar Hauksson var útnefndur leikmaður ársins í meistaraflokki KA í knattspyrnu í lokahófi félagsins sem fram fór á Hótel KEA sl. laugardag. Þá var Ómar Friðriksson valinn efnilegasti leikmaðurinn. Þetta kemur fram á heimasíðu KA.
Það voru leikmenn meistaraflokks og stjórnarmenn í knattspyrnudeild KA sem áttu atkvæðisrétt í kjörinu um besta og efnilegasta leikmanninn. Í kjörinu um besta leikmanninn fengu fjórir atkvæði; Elvar Páll Sigurðsson, Brian Gilmour, Sandor Matus og Haukur Heiðar. Niðurstaðan var afgerandi en Haukur Heiðar fékk um 70% atkvæða í kjörinu.
Eins og við greindum frá fyrr í morgun mun Haukur Heiðar yfirgefa herbúðir KA í haust og róa á önnur mið.