Haukar völtuðu yfir Akureyringa

Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk fyrir lið Akureyrar sem var kjöldregið að Ásvöllum.
Oddur Gretarsson skoraði fjögur mörk fyrir lið Akureyrar sem var kjöldregið að Ásvöllum.

Haukar lögðu Akureyringa sannfærandi að velli í kvöld, 26-18, á heimavelli sínum í N1-deild karla í handknattleik. Haukar höfðu þriggja marka forystu í hálfleik, 10-7, og keyrðu yfir norðanmenn í seinni hálfleik. Landsliðsmarkvörðurinn í liði Hauka, Aron Rafn Eðvarðsson, gerði Akureyringum lífið leitt en hann varði 23 skot í leiknum. Bjarni Fritzson var markahæstur í liði norðanmanna með sex mörk og Oddur Gretarsson kom næstur með fjögur mörk. Sveinbjörn Pétursson varði tólf skot í marki Akureyrar. Sveinn Þorgeirsson og Stefán Rafn Sigurmannsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor. Haukar hafa 25 stig á toppnum en Akureyri 22 stig í þriðja sæti.

Nýjast