Sjúkarhúsið á Akureyri (SAk) og Háskólinn á Akureyri hafa átt í löngu samstarfi. Á aðalfundi sjúkrahússins á dögunum var skrifað undir nýjan samning sem ætlað er að efla þetta samstarf. Þá er stefnt að því að Sjúkrahúsið á Akureyri verði háskólasjúkrahús og rannsóknir í heilbrigðisvísindum á sjúkrahúsinu verði efldar. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Þá segir Hildigunnur Svavarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá SAk í samtali við RÚV að Háskólinn á Akureyri væri að leita leiða til að fá doktorsnám samþykkt.