Gestur Davíðsson, varðstjóri í fangelsinu á Akureyri, segir í samtali við Vikublaðið að þungt hljóð sé í starfsfólki eftir að dómsmálaráðuneytið greindi frá því að fangelsinu á Akureyri verði lokað um mánaðarmótin. Fangelsið á Akureyri er minnsta rekstrareining Fangelsismálastofnunar en þar eru vistaðir 8-10 fangar að jafnaði.
Gestur bendir einnig á að fangelsiverðir hafi ávallt starfað náið með lögreglunni á Akureyri. Þetta sé því högg fyrir þá líka. „Þetta er alvarlegt og harðneskjulegt gagnvart landsbyggðinni,“ segir Gestur en nánar er rætt við hann í Vikublaðinu sem kom út í gær.
Smelltu hér til að gerast áskrifandi.