Handverkssýning Öldrunarheimila Akureyrar

Handverkssýning Öldrunarheimila Akureyrar verður haldin í Hlíð sunnudaginn 10. maí kl. 14:00 til 17:00 og mánudaginn 11. maí kl. 13:00 til 16.00. Stærsti hluti sýningarinnar verður handverk sem unnið hefur verið á síðustu mánuðum.  

Margir íbúar ÖA hafa verið mikið handverksfólk og sannkallaðir listamenn á yngri árum og verður hluti sýningarinnar tileinkaður því handverki. Glæsilegt kaffihlaðborð verður á sunnudeginum og kostar það 1.000 kr. Ágóði af kaffisölunni verður notaður í þágu íbúa öldrunarheimilanna. Til gamans má geta þess að í síðustu viku var keyptur flygill fyrir fé sem safnaðist á þennan hátt.  Söluhornið verður á sínum stað, segir í fréttatilkynningu.

Nýjast