Þór er úr leik í Poweradebikar karla í körfuknattleik eftir tap gegn liði Hamars en liðin áttust við í Hveragerði í gærkvöld. Hamar sigraði með fjögurra stiga mun, 100-96. Ekki hafa fengist upplýsingar um tölfræði úr leiknum.
Nýja húsnæðið sem Landsvirkjun reisir verður á svokallaðri fjölnýtingarlóð milli skiljustöðvar og aflstöðvar Landsvirkjunar, og mun GeoSilica fá beinan aðgang að auðlindastraumum frá jarðvarmavinnslunni.
Upphafsviðburður Kveikjunnar á vegum Driftar EA fór fram á dögunum í Messanum við Ráðhústorg á Akureyri. Þar komu saman fulltrúar ellefu fyrirtækja úr fjölbreyttum greinum atvinnulífsins og hófu formlega þátttöku sína í verkefninu.
Stjórnir Sparisjóðs Höfðhverfinga hf. og Sparisjóðs Strandamanna hf. hafa undirritað samrunaáætlun um sameiningu sjóðanna en hún tekur mið af stöðu sjóðanna í upphafi árs.
Sótt hefur verið um leyfi til reksturs ölstofu á neðstu hæð Hafnarstrætis 95 við göngugötuna á Akureyri. Þar hefur um árabil verið rekið apótek,m.a. Stjörnuapótek í eina tíð og síðar Apótekarinn, en því var lokað nú nýverið.
Blood Harmony er samstarfsverkefni systkinanna Arnar, Aspar og Bjarkar Eldjárn sem hófst snemma árs 2020 þegar heimsfaraldurinn skall á og sökum hans voru þau flutt í heimahagana fyrir norðan.