Skólanefnd leggur áherslu á að áfram verði að halda úti góðri og skilvirkri þjónustu við börn og ungmenni. Það er því mikilvægt að ná samstöðu innan bæjarfélagsins um hvernig það verði gert. Á fundi skólanefndar voru jafnframt ræddar hugmyndir um breytingar á opnunartíma leikskóla frá og með hausti sem lið í því að lækka kostnað við rekstur leikskólanna. Skólanefnd samþykkti að opnunartími leikskóla Akureyrarbæjar verði frá kl. 7.45 - 16.15 daglega frá og með 1. ágúst 2009.