Hafdís Sigurðardóttir frjálsíþróttakona Tjarnarlandi í Þingeyjarsveit varð hlutskörpust í vali lesenda vefmiðilsins 641.is, á Suður-Þingeyingi ársins 2011, sem lauk kl 13:13 í dag. Hafdís náði góðum árangri í langstökki á árinu, innanlands sem utan og er fremsta frjálsíþróttakona Þingeyinga í dag. Í samtali við 641.is í dag, sagðist Hafdís vera ákaflega ánægð með valið og það væri henni hvatning til frekari afreka.
Alls voru greidd 162 gild atkvæði í valinu og fengu rúmlega 40 einstaklingar eitt eða fleiri atkvæði. Hafdís fékk 45 atkvæði í valinu og varð langefst, segir á 641.is.