Hafa áhyggjur af þróun búsetumála fyrir heimilislausa

Reisa á íbúðir við Norðurtanga fyrir heimilislausa. Mynd/MÞÞ
Reisa á íbúðir við Norðurtanga fyrir heimilislausa. Mynd/MÞÞ

Stjórn Geðverndarfélags Akureyrar hefur sent frá sér ályktun þar sem líst er yfir áhyggjum af þróun búsetumála heimilislausra á Akureyri. „Félagið telur brýnt að þróun varanlegs búsetuúrræðis fyrir þennan hóp verði án tafar sett í forgang svo tryggt sé að hér verði sannarlega um bráðabirgðalausn að ræða,“ segir í ályktun en félagið lýsir sig reiðubúið til þátttöku í þeirri þróunarvinnu.

Eins og fjallað hefur verið um í Vikudegi hefur færst í vöxt á Akureyri að einstaklingar séu utangarðs og/eða heimilislausir. Heimilislausir á götunni eða búa á ýmsum stöðum í óþökk annarra geta verið frá einum og upp í þrjá aðila. Skipulagsráð Akureyrarbæjar samþykkt að veita vesturhluta lóðarinnar númer sjö við Norðurtanga til að reisa smáhýsi tímabundið til tveggja ára til að leysa búsetuúrræði fyrir heimilislausa.

Nýjast