Freyja Dögg Frímannsdóttir hefur sagt upp starfi sínu sem svæðisstjóri Rúv á Norðurlandi og er flutt til Svíþjóðar ásamt fjölskyldu sinni. Freyja hefur gegnt starfi svæðisstjóra í um tvö ár en starfaði um nokkurra ára skeið sem fréttamaður hjá Rúv á Akureyri. Í spjalli í nýjusta tölublaði Vikudag segir Freyja að ástæða flutningana séu margþættar og spennandi tímar séu framundan.
-Vikudagur, 7. júlí