Hækkun útsvars um 1% myndi hjálpa mikið til

Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri segir að unnið sé af fullum krafti við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.  Það sé ánægjulegt að nú standi oddvitar allra flokka saman um það verkefni að koma áætlun heim og saman.  Kveðst hún vona að takist að ljúka verkinu fyrir áramót.  

"Áætlunargerðin hjá okkur verður erfið eins og hjá flest öllum sveitarfélögum í landinu og það er ljóst að það þurfa að koma til verulegrar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. Ég hef varpað inní umræðuna þeim möguleika að sveitarfélögin myndu hækka útsvarið um 1%. Það myndi  hjálpa Akureyrarbæ verulega en sennilega hafa minni áhrif á þau sveitarfélög sem eiga mikið undir jöfnunarsjóðnum," segir Sigrún Björk en málið þurfi að skoða í samhengi.

Nýjast