"Áætlunargerðin hjá okkur verður erfið eins og hjá flest öllum sveitarfélögum í landinu og það er ljóst að það þurfa að koma til verulegrar breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna. Ég hef varpað inní umræðuna þeim möguleika að sveitarfélögin myndu hækka útsvarið um 1%. Það myndi hjálpa Akureyrarbæ verulega en sennilega hafa minni áhrif á þau sveitarfélög sem eiga mikið undir jöfnunarsjóðnum," segir Sigrún Björk en málið þurfi að skoða í samhengi.