Guðni Braga gefur út XL

Guðni Bragason tónlistarmaður. Mynd: Heiddi Gutta
Guðni Bragason tónlistarmaður. Mynd: Heiddi Gutta

Tónlistarmaðurinn Guðni Bragason gefur út plötuna XL og er með söfnun á vefnum Karolinafund fyrir útgáfunni.

Þar hægt að kaupa diskinn fyrirfram og þannig hjálpað til að fjármagna verkefnið.

„Söfnunin hefur gengi vel en það er enn töluvert eftir í land og ég vona að sem flestir sjái sér fært að leggja þessu lið og eignist diskinn, nú eða miða á útgáfutónleika eða jafnvel kaupa einkatónleika heim í stofu“ Segir Guðni.

Nú þegar þetta er ritað eru ellefu dagar eftir af söfnuninni og safnast hefur 81% af heildarupphæðinni.

 

Nýjast