Guðmundur Óli og Lárus Orri í bann

Guðmundur Óli Steingrímsson, KA, var dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrkurðarnefnd KSÍ. Bannið tekur ekki gildi fyrr en á hádegi á föstudag þannig að Guðmundur Óli verður gjaldgengur í liði KA sem fær Aftureldingu í heimsókn á morgun en missir af útileiknum gegn Haukum þann 18. ágúst, sem gæti orðið lykilleikur fyrir KA.

Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari Þórs, var einnig dæmdur í eins leiks bann og hann mun því ekki stýra sínu liði á erfiðum útivelli gegn HK nk. föstudagskvöld. Þá fengu þeir Guðmundur Kristinn Kristinsson, Dalvík/Reynir, og Egill Daði Angantýsson, Magna, einnig eins leiks bann.

Nýjast