16. september, 2009 - 21:24
Guðmundur Óli Steingrímsson, leikmaður KA í 1. deild karla í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í eins leiks keppnisbann af Aga- og
Úrskurðarnefnd KSÍ. Guðmundur Óli mun því missa af lokaleik KA á tímabilinu sem mætir HK á útivelli
næstkomandi laugardag.