Guðmundur Hólmar æfði með stórliði Kiel

Hinn 17 ára gamli handknattleiksmaður frá Akureyri, Guðmundur Hólmar Helgason, datt svo sannarlega í lukkupottinn á dögunum þegar honum bauðst að æfa með þýska stórliðinu Kiel sem Alfreð Gíslason þjálfar.

Með liðinu leika stjörnur á borð við franska landsliðsmarkvörðinn, Thierry Omeyer, sem þykir einn besti handboltamarkvörður heims. Guðmundur hélt til Þýskalands ásamt Sævari Árnasyni og Jóhanni Gunnari Jóhannssyni sem fengu að kynnast þjálfun í hæsta gæðaflokki.

„Ég var þarna í þrjá daga og þetta gekk bara mjög vel. Ég náði alveg að skora einhver mörk þarna en Omeyer var alveg með mann í vasanum. Hann benti mér á nokkra hluti til að laga en ég held að þetta hafi verið þokkalegt hjá mér,” segir Guðmundur m.a. í viðtali í Morgunblaðinu í dag.

Nýjast