Guðlaugur líklega áfram með KA/Þór

Guðlaugur Arnarsson þjálfari KA/Þórs ræðir við sína leikmenn í vetur.
Guðlaugur Arnarsson þjálfari KA/Þórs ræðir við sína leikmenn í vetur.

Guðlaugur Arnarsson verður að öllum líkindum áfram þjálfari kvennaliðs KA/Þórs í handknattleik. Samkvæmt heimildum Vikudags er vilji hjá bæði Guðlaugi og stjórn handknattleiksdeildar KA/Þórs um að hann haldi áfram með liðið og á aðeins eftir að undirrita nýjan samning. Undir stjórn Guðlaugs hafnaði KA/Þór í sjöunda sæti N1-deildar kvenna í vor og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni. Einnig er vilji hjá félaginu að semja upp á nýtt við færeyska markvörðinn Fridu Petersen en samningur hennar við félagið rennur út í vor. Þá stendur til að styrkja liðið ennfrekar fyrir komandi vetur.

Nýjast