Grunnskólanemendur í heimsókn í Samkomuhúsinu

Tómas Lárus Vilbergsson kennari í Glerárskóla með págagaukinn Joshua á öxlinni, í heimsókn nemenda s…
Tómas Lárus Vilbergsson kennari í Glerárskóla með págagaukinn Joshua á öxlinni, í heimsókn nemenda skólans í morgun.

Sjóræningjaleikritið Gulleyjan, sem Leikfélag Akureyrar frumsýndi sl. föstudag, hefur fengið frábæra dóma og hafa viðtökur leikhúsgesta verið mjög góðar. Miðasala á næstu sýningar hefur gengið mjög vel og nú er búið að setja á sýningar til 17. mars. Í framhaldi af vel heppnaðari frumsýningarhelgi hefur LA tekið á móti hópum grunnskólanema alla vikuna og boðið uppá vettvangsferðir um Samkomuhúsið. Þessar heimsóknir eru hluti af markvissri stefnu félagsins um að halda leiklistarmenningu á lofti, m.a. með því að kynna ungu fólki fyrir töfrum leikhússins. Í heimsóknunum fá krakkarnir t.d. að fara upp á svið, kíkja baksviðs á þá leyndardóma sem þar leynast og einnig fá þau að heilsa upp á páfagaukinn Joshua, en hann leikur einmitt sjóræningjapáfagaukinn Flint skipstjóra í Gulleyjunni.  Í morgun komu nemendur í 5. bekk TLV og JIE í Glerárskóla í heimsókn í Samkomuhúsið, þar sem þau skoðuðu sig um og heilsuðu upp á págagaukinn Joshua, eins og sést á myndinni.

Nýjast