Eldurinn kviknaði á grónu svæði austan Hlíðarbrautar, vestan við háskólann.
Samkvæmt upplýsingum sem Rúv hefur eftir lögreglu hefur slökkvilið náð tökum á eldinum og er slökkvistarfi við það að ljúka. Um tíma voru íbúar í Efri brekkunni á Akureyri beðnir um að loka gluggum vegna mikils reyks, en þau tilmæli eiga ekki við lengur.