Það má búast við fjölbreyttum verkum því greinilegt er að Íslendingar tóku rækilega við sér. Tuttugu verk úr hvorum flokki verða valin á sýningu sem fram fer á Handverkshátíð 2009 í Hrafnagilsskóla. Tilnefningar til verðlauna verða kynntar hálfum mánuði fyrir hátíð.