Ákveðið hefur verið að Ráðhústorg Akureyrar verði þökulagt grænum torfum í sumar en þetta var ákveðið
á bæjarráðsfundi í morgun. Það vakti mikla lukku þegar Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður, setti torgið undir græna torfu
í fyrrasumar og eflaust fagna bæjarbúar þessari ákvörðun. Reiknað er með að farið verður í framkvæmdir eftir helgi og að
torgið verði grænt út sumarið.