GoRed í Háskólanum á Akureyri

Nemendur í hjúkrunarfræði við HA buðu gestum upp á blóðþrýstingsmælingu. Mynd: unak.is
Nemendur í hjúkrunarfræði við HA buðu gestum upp á blóðþrýstingsmælingu. Mynd: unak.is

Síðastliðinn föstudag stóðu Hjartavernd Norðurlands og Háskólinn á Akureyri fyrir dagskrá í tilefni GoRed. Sagt er frá þessu á vef Háskólans á Akureyri.

GoRed átakið er upprunnið í Bandaríkjunum og miðar að því að vekja athygli á hjartasjúkdómum kvenna. Átakið hófst á Íslandi 2009 og er febrúar helgaður þessum málefni.

Á föstudag buðu nemendur í hjúkrunarfræði við HA gestum upp á blóðþrýstingsmælingu og Kvennakór Akureyrar söng nokkur lög. Fjögur erindi voru á dagskrá. Gunnar Þór Gunnarsson, hjartalæknir, fjallaði um konur og kransæðasjúkdóma og Sigrún Héðinsdóttir, kennari í Brekkuskóla, sagði frá eigin upplifun að greinast með hjartasjúkdóm og hvernig hún hefur tekið á sjúkdómnum. Í lokin ræddu Stefán B. Sigurðsson, prófessor við heilbrigðisvísindasvið HA, um blóðþrýsting og Kristveig Atladóttir, sjúkraþjálfari, um mikilvægi hreyfingar.

 

Nýjast