Göngugatan lokuð fyrir bílaumferð um helgina

Á fundi framkvæmdaráðs í vikunni var rætt um lokun göngugötunnar á Akureyri fyrir bílaumferð. Framkvæmdaráð leggur áherslu á að göngugatan sé vistgata og í ljósi viðburða helgarinnar verði göngugatan lokuð frá hádegi í gær föstudag og fram á sunnudag. Þá var deildarstjóra falið að ræða við miðbæjarsamtökin varðandi lokun á góðviðrisdögum í sumar.

Nýjast