Góður árangur sundfólksins í Óðni

Aldursflokkameistaramót Íslands ( AMÍ ) fór fram sl. helgi á Akureyri og gekk mótið vel í alla staði. Keppt var í Sundlaug Akureyrar og tæplega 300 keppendur voru skráðir til leiks frá 15 félögum. Til marks um umfangið þá var keppt í 116 sundgreinum á mótinu. Mikil stemmning skapaðist á sundlaugarbakkanum alla fjóra keppnisdagana þar sem fólk var duglegt við að hvetja sitt fólk til dáða. Sigurvegari í stigakeppni milli liða varð Sundfélagið Ægir eftir harða keppni við Íþróttabandalag Reykjanesbæjar. Sundfélagið Óðinn hafnaði í sjötta sæti í stigakeppninni. Aldursflokkameistarar Óðins í einstaklingsgreinum voru þau Bryndís Rún Hansen, Oddur Viðar Malmquist, Einar Helgi Guðlaugsson, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir og Júlía Ýr Þorvaldsdóttir. Í boðsundum bættust við Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Hildur Þórbjörg Ármanssdóttir, Birkir Leó Brynjarsson, Kári Ármannsson, Kristján Benedikt Sveinsson, Maron Trausti Halldórsson og Valgeir Hugi Halldórsson.

Verðlaunahafar Óðins á mótinu:

17-18 ára:

Einar Helgi Guðlaugsson
Gull 100 m flugsund, brons 200 m flugsund

15-16 ára:

Bryndís Rún Hansen
Gull 200 fjórsund, 100 m bringusund, 200 m bringusund, 100 m flugsund. Silfur 400 m fjórsund og brons 100 m baksund

Elín Erla Káradóttir
Silfur 200 m skriðsund

Erla Hrönn Unnsteinnsdóttir
Gull 100 m baksund, silfur 200 m baksund

Freysteinn Viðar Viðarsson
Brons 1.500 m skriðsund, 400 m fjórsund

Halldóra Sigríður Halldórsdóttir
Brons 200 m flugsund, 100 m skriðsund, 100 m flugsund

Hildur Þórbjörg Ármannsdóttir
Brons 200 m baksund

Karen Konráðsdóttir
Brons 200 m skriðsund

13-14 ára:

Oddur Viðar Malquist:
Gull 200 m flugsund, 100 m flugsund

Júlía Ýr Þorvaldsdóttir
Gull 100 m bringusund, brons 200 m bringusund

Þorsteinn Ingi Stefánsson
Brons 200 m baksund og 100 m baksund

12 ára og yngri:

Nanna Björk Barkardóttir:
Brons 100 m bringusund

Kári Ármannsson
Silfur 100 m bringusund

Boðsund:

Sveit 15-16 ára stúlkna fékk gull í 4x50 m fjórsundi og 4x50 m skriðsundi. Sveitina í úrslitasundunum skipuðu þær Bryndís Rún Hansen, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir og Hildur Þórbjörg Ármanssdóttir.

Sveitir stráka 12 ára og yngri fengu gull í 4x50 m skriðsundi og 4x100 m skriðsundi. Sveitirnar skipuðu Birkir Leó Brynjarsson, Kári Ármannsson, Kristján Benedikt Sveinsson, Maron Trausti Halldórsson og Valgeir Hugi Halldórsson.

Sveit 15-16 ára stúlkna fékk gull í 4x50 m fjórsundi og 4x50 m skriðsundi. Sveitina í úrslitasundunum skipuðu þær Bryndís Rún Hansen, Halldóra Sigríður Halldórsdóttir, Erla Hrönn Unnsteinsdóttir og Hildur Þórbjörg Ármanssdóttir.

Nýjast