Gistir fangageymslur vegna innbrots á Akureyri

Maður á þrítugsaldri var handtekinn á tíunda tímanum í gærkvöld vegna innbrots á Akureyri. Maðurinn braust inn í mannlausa íbúð í Skarðshlíð og stal m.a. DVD spilara og tölvubúnaði.  

Nágrannar veittu manninum athygli og gerðu lögreglu viðvart, sem hafði hendur í hári mannsins skömmu síðar. Að sögn lögreglu gistir maðurinn nú fangageymslur og verður yfirheyrður seinna í dag, en hann mun hafa verið í annarlegu ástandi við verknaðinn.

Nýjast