GG vill kaupa Flókahús – Sjóböð fá lóðir á Vitaslóð

Svona gætu fyrirhuguð Sjóböð við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða litið út
Svona gætu fyrirhuguð Sjóböð við Vitaslóð á Húsavíkurhöfða litið út

Gentle Giants-Hvalaferðir ehf hafa óskað eftir viðræðum við Norðurþing um kaup á Flókahúsinu.

Byggðarráð Norður­þings vísaði erindinu til framkvæmdanefndar til frekari umfjöllunar. Á sama fundi staðfesti byggðarráð afgreiðslu skipulags og umhverfisnefndar á umsókn frá Sjóböðum ehf. um tvær lóðir á Húsavíkurhöfða, Vitaslóð 1 og Vitaslóð 2. Nefndin hafði lagt til við ráðið að fyrirtækinu yrði úthlutað þessum lóðum í tengslum við uppbyggingu sjó­baða á svæðinu. JS 

Nýjast