Gert verði átak í bættri umgengni og umhirðu

Á síðasta fundi framkvæmdaráðs var rætt um umgengni og umhirðu í Akureyrarkaupstað, í framhaldi af samhljóða samþykkt bæjarstjórnar á bókun sem Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram. Bókunin er svohljóðandi: “Bæjarstjórn samþykkir að fela framkvæmdaráði að vinna áfram að hugmyndum um átak í bættri umgengni og umhirðu í sveitarfélaginu. Leita skal samráðs við skipulagsdeild, hverfisnefndir auk samtaka atvinnurekenda á Akureyri, í þeirri viðleitni að virkja samfélagið í heild sinni til betri vitundar um umgengni og umhirðu.” Framkvæmdaráð samþykkti að fela Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi og formanni framkvæmdaráðs að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.

 

Nýjast