Rétt í þessu stóðu Nonni og strákarnir í hópfimleikalandsliðinu fyrir frábæru framtaki sem fólst í því að labba á höndum niður kirkjutröppurnar á Akureyri til styrktar Píeta samtökunum. PÍeta samtökin opnuðu nýverið starfsstöð á Akureyri.
Talsverður fólksfjöldi var saman kominn til að fylgjast með þessu flotta framtaki strákanna sem dreifðu sjálflýsandi armböndum sem kallast Ljós í myrkri.
Frábært framtak hjá þessum glæsilegu strákum.
EPE/MÞÞ