Handboltamaðurinn og Þórsarinn, Geir Guðmundsson, var markahæsti leikmaður U- 17 ára landsliðs Íslands í handbolta á Ólympíuleikum æskunnar sem lauk á dögunum. Ísland hafnaði í sjöunda sæti á mótinu.
,,Þetta var rosalega gaman. Við lentum í 7. sætinu og ég held að það sé bara mjög gott. Þetta var allt ofboðslega gaman en ég er stoltastur af því að fá að spila fyrir Íslands hönd, það er náttúrulega hápunkturinn," sagði Geir m.a. við fréttasíðu Þórs.