Gatan Bond Street en ekki Árholt á Húsavík?

Helgi Ómar, Bond, James Bond,  er hér lengst t.v. ásamt bræðrum sínum.
Helgi Ómar, Bond, James Bond, er hér lengst t.v. ásamt bræðrum sínum.

Þegar hið snotra prúðmenni og framkvæmdastjóri Skipaafgreiðslu Húsavíkur, Akureyringurinn Helgi Ómar Pálsson, fagnaði fertugsafmæli sín á Gamla Bauk, var fjölmenni mætt til að hylla þennan góða dreng.

Eðlilega luku menn lofsorði á sveininn í ávörpum og ræðum. Meðal annars var viðruð sú hugmynd að breyta nafninu á Árholti, götunni sem Helgi bjó við á Húsavík, honum til heiðurs. Margir höfðu nefnilega haft á orði að Helga svipaði mjög til kempunnar James Bond, eða öllu heldur líktist leikaranum, Pierce Brosnam,  sem þá lék 007,  og því var lagt til að Árholt yrði upp frá þessu nefnt Bond Street. JS

Nýjast