"Það er út úr öllu korti á þessum tíma að fara að greiða um 40.000 krónur fyrir hvern embættismann í þennan sjóð, eða rúmar 650.000 krónur á mánuði fyrir þessa 17 starfsmenn, sem hér um ræðir. Þetta eru líka kjör sem ekki bjóðast öðrum starfsmönnum bæjarins," segir Sigurður. Hann segir að kostnaður bæjarins það sem eftir lifir árs sé um 3,2 milljónir króna og um 7 milljónir króna á næsta ári.