Fyrsta barn ársins fæddist á Akureyri

Sjúkrahúsið á Akureyri.
Sjúkrahúsið á Akureyri.

Fyrsta barn árs­ins 2018 hér á landi fædd­ist á Sjúkra­hús­inu á Ak­ur­eyri klukk­an 3:15 í nótt og er dreng­ur. Frá þessu er greint á mbl.is. Þar er eftir Ingu Völu Jóns­dótt­ur, ljós­móður á vakt, að fæðing­in hafi gengið vel og móður og barni heils­ast vel. For­eldr­arn­ir, sem eru bú­sett á Ak­ur­eyri, eiga eitt barn fyr­ir. 

Fyrsta barn árs­ins í Reykja­vík kom í heim­inn skömmu fyr­ir klukk­an sjö í morg­un á fæðing­ar­vakt­inni á Land­spít­al­an­um við Hring­braut. 

Nýjast