Fyrsta barn ársins 2018 hér á landi fæddist á Sjúkrahúsinu á Akureyri klukkan 3:15 í nótt og er drengur. Frá þessu er greint á mbl.is. Þar er eftir Ingu Völu Jónsdóttur, ljósmóður á vakt, að fæðingin hafi gengið vel og móður og barni heilsast vel. Foreldrarnir, sem eru búsett á Akureyri, eiga eitt barn fyrir.
Fyrsta barn ársins í Reykjavík kom í heiminn skömmu fyrir klukkan sjö í morgun á fæðingarvaktinni á Landspítalanum við Hringbraut.