Heil og sæl Ásthildur. Ég er einn af þeim útsvarsgreiðendum á Akureyri sem fylgst hafa nokkuð náið með málefnum Öldrunarheimila Akureyrarbæjar, og reyndar öldrunarmálum almennt, undanfarin misseri.
Undanfarin ár hafa bæjarfulltrúar og bæjarstjórar Akureyrarbæjar kvartað sáran undan snautlegri meðgjöf ríkissjóðs til Öldrunarheimila Akureyrarbæjar. Rekstur öldrunarheimila hefur reyndar verið í járnum víða um land, eins og komið hefur fram í fjölmiðlum undanfarin misseri. Það virðist því augljóst að einhvers staðar sé rangt gefið.
Ég á þó erfitt með að henda reiður á fjárhagslegu umfangi vandans, þ.e. sem snýr að hlut bæjarins, og langar að fá nánari upplýsingar um raunveruleg útgjöld bæjarsjóðs - og tekjur vegna ÖA.
Lausleg könnun mín - byggð á þeim gögnum sem fundust í fljótu bragði - leiðir í ljós eftirfarandi útgjöld og tekjur á fjögurra ára tímabil:
Ár |
Framlag Akureyrarbæjar |
Húsaleiga |
Lausafjárleiga |
Þjónusta, t.d. launavinnsla |
2019 |
352.000.000 |
-225.000.000 |
-7.000.000 |
-13.000.000 |
2018 |
209.000.000 |
-221.000.000 |
-6.000.000 |
-12.500.000 |
2017 |
341.000.000 |
-216.000.000 |
-6.000.000 |
-12.000.000 |
2016 |
443.000.000 |
-215.000.000 |
-9.600.000 |
-10.000.000* |
Samtals |
1.345.000.000 |
-877.000.000 |
-28.600.000 |
-47.500.000 |
*Áætluð upphæð
Af þessu má sjá að á umræddu tímabili var framlag bæjarins til ÖA rúmlega 1,3 milljarðar. Af þessari upphæð renna rúmlega 953 milljónir til baka í bæjarsjóð í formi húsaleigu, lausafjárleigu og þjónustukaupa. Eftir standa þá 468 milljónir (tæplega tíu milljónir á mánuði) sem sannanlega hafa orðið eftir í rekstri ÖA.
Ég velti því fyrir mér hver raunverulegur kostnaður Akureyrarbæjar hafi verið á umræddu tímabili og spyr því:
Ég vona að þú bregðist snöfurmannlega við þessum spurningum mínum og upplýsir mig og aðra bæjarbúa um raunverulegan kostnað bæjarsjóðs vegna öldrunarheimila bæjarins, fyrr og nú.
-Höfundur er ringlaður útsvarsgreiðandi og oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar 25. september næstkomandi.