Sú nýbreytni hefur orðið að nú er gert ráð fyrir að reglugerðin gildi til þriggja ára, nema að óvænt þróun verði í rjúpnastofninum á þeim tíma. Þess vegna er fyrsti veiðidagur í ár ekki fyrr en 30. október þrátt fyrir að veiðitímabilið hefjist 27. okóber samkvæmt reglugerð. Ákvörðun umhverfisráðherra byggir á mati Náttúrufræðistofnunar Íslands á veiðiþoli rjúpnastofnsins og mati Umhverfisstofnunar á heildarveiði árið 2008. Að mati Náttúrufræðistofnunar er fækkun í rjúpnastofninum sem hófst 2005 og 2006 afstaðin og vöxtur í stofninum sem vart varð um austanvert landið í fyrra nær nú til alls landsins. Sóknarskerðing sem ákveðin var haustin 2007 og 2008 kann að hafa haft þessi áhrif að mati stofnunarinnar, en veiðidögum var þá fækkað í átján. Stofnunin lagði því til að sóknargeta yrði ekki aukin umfram átján daga.
Í ljósi þessa og tillagna Umhverfisstofnunar, hefur umhverfisráðherra ákveðið að fyrirkomulag veiðanna verði sem hér segir: