03. september, 2011 - 08:42
Það er talað um að kylfingar fái fugl leiki þeir holu á einu höggi undir pari. Kylfingar sem voru að leika golf á Jaðarsvelli
Golfklúbbs Akureyrar í vikunni, fundu hins vegar fugl þegar þeir voru að leika 4. braut vallarins. Um var að ræða dauða branduglu, sem hékk
á öðrum vængnum á gaddavírsgirðingu og var vængurinn mjög illa farinn. Líklegt verður að teljast að uglan hafi verið að
eltast við bráð þegar hún flaug á girðinguna með fyrrgreindum afleiðingum.