Frumvörp um stjórn fiskveiða:Aðeins 6-8 af 20 stærsu munu lifa af

Stefán B. Gunnlaugsson, lektor við Háskólann á Akureyri segir í Vikudegi í dag að frumvörpum stjórnvalda um fiskveiðistjórnun fylgi gríðarlegur tilflutningur fjármagns og þess muni örugglega sjást stað í rekstri margra sjávarútvegsfyrirtækja. Í samtali við Vikudag nú síðdegis segir Stefán sínar fyrstu niðurstöður benda til að áhrifin á 20 stærstu útgerðir landsins muni verða mjög veruleg og að aðeins 6-8 þeirra séu líklegar til að geta lifað þetta af að óbreyttu. Bankar þurfi að afskrifa lán eða útgerðir að hætta rekstri ef þetta gangi eftir.“  Stefán er einn hlesti sérfræðingur í áhrifum breytinga á kvótakerfinu á afkomu sjávarútvegsfyrirtækja og hefur skrifað skýrslur um það efni fyrir stjórnvöld. Sjá má nánar um áhyggjur hagsmunaaðila á Akureyri í Vikudegir í dag.

Nýjast