Búið er að setja blómaker í Laugarbrekku á Húsavík til að draga úr umferðarhraða.
Verið er að bregðast við athugasemdum íbúa götunnar sem hafa kvartað árum saman undan umferðahraða í götunni. Framkvæmdin er í samræmi við bókun á síðasta fundi framkvæmdanefndar Norðurþings.