Fráveita í Sandgerðisbót lagfærð á þessu ári

Úr Sangerðisbót
Úr Sangerðisbót
Framkvæmdaráð Akureyrarbæjar ákvað á fundi sínum á föstudag að fara strax á þessu ári í endurbætur á fráveitumálum í smábátahöfninni Sandgerðisbót, en mengun í höfninni hefur verið mikil eins og fram hefur komið í Vikudegi.    Helga Má Pálssyni bæjartæknifræðingi var falið  að koma með endurskoðaðar tillögur að framkvæmdaáætlun þar sem gert yrði ráð fyrir að endurbæturnar rúmist innan áður samþykkts heildarramma. Jafnframt samþykkir framkvæmdaráð að fara í reglubundnar mengunarmælingar.

Nýjast