Framsóknarmenn áhyggjufullir vegna slæmrar stöðu bæjarsjóðs

Almennur félagsfundur í  Framsóknarfélagi Akureyrar sem haldinn var nýlega lýsir yfir áhyggjum vegna mjög slæmrar stöðu bæjarsjóðs Akureyrarbæjar. Fram hefur komið að Akureyrarbær er eitt af skuldsettustu  sveitarfélögum  landsins. Fundurinn hvetur bæjaryfirvöld að við gerð fjárhagsáætlunar bæjarins fyrir næsta ár, verði þess gætt að skerða sem minnst þá þætti er lúta að félagslegum  málefnum sem og skólamálum.  

Þá lýsir fundurinn yfir áhyggjum vegna greiðsluvanda heimilanna í landinu. Aðgerðarleysi stjórnvalda hefur orðið til þess að margar fjölskyldur sjá fram á að geta ekki framfleytt sér og sínum.  Fundurinn hvetur þingmenn Framsóknarflokksins til að hafa frumkvæði að því að allir þingmenn snúi bökum saman og vinni í sameiningu að því að leysa þann vanda sem heimilin  standa nú frammi fyrir.

Nýjast