Framkvæmdir við byggingu íþróttamiðstöðvarinnar við Giljaskóla á Akureyri er í biðstöðu eftir að P. Alfreðsson
sagði sig frá verkinu þann 5. júní sl. Áætluð verklok voru í byrjun næsta árs en reikna má með því að
verkið tefjist um þrjá mánuði í það minnsta sökum þessa.
Að öllum líkindum verður verkið boðið út að nýju, en þó er ekkert ákveðið í þeim efnum.
„Þetta er allt í biðstöðu. Það er ekkert sem liggur fyrir ennþá," sagði Einar Jóhannsson hjá Fasteignum
Akureyrarbæjar.