"Það er mikill áhugi fyrir þessum íbúðum en það er líka ákveðin hræðsla í fólki. En fer þetta ekki að lagast?" Sigurður segir stefnt að því að ljúka framkvæmdum á 21 mánuði.
"Við höfum yfirleitt verið að byggja þessi hús á 15 mánuðum en ætlum að gefa okkur lengri tíma núna. Það er ekki ætlunin að vinna dag og nótt og við teljum skynsamlegra að vinna eðlilegan vinnudag og búa þannig til vinnu til lengri tíma. Við viljum heldur ekki fresta þessa framkvæmdum um tvö ár og þurfa þá að vinna dag og nótt."
Verkefnastaða SS Byggis er nokkuð góð, fyrirtækið er að ljúka framkvæmdum við Naustaskóla og að hefja framkvæmdir við byggingu 7. áfanga VMA "Einnig erum við með ýmis smærri verkefni og þá er mjög mikið að gera við innréttingasmíði á verkstæðinu. Akureyrarbær hefur til að mynda keypt af okkur allar innréttinar í Naustaskóla og það er mjög jákvætt."
Hjá SS Byggi starfa nú um 50 manns, þar af um 20 á verkstæðinu en á meðan þenslan var sem mest störfuðu hjá fyrirtækinu um 80 manns. "Okkar markmið er að halda í þennan starfsmannafjölda og m.a. þess vegna erum við að fara í framkvæmdirnir í Undirhlíð." Aðspurður sagði Sigurður að menn væru alla vega að reyna horfa björtum augum fram á veginn.