Framboðslisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi samþykktur

Framboðlisti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi var samþykktur á félagsfundi fyrr í kvöld. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra skipar eins og vænta mátti oddvitasætið en Anna Kolbrún er í 2. sæti.Hún hefur setið á þingi síðan 2017.

Eftirfarandi aðilar skipa sex efstu sætin í komandi alþingiskosningum:

1. sæti - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

2. sæti - Anna Kolbrún Árnadóttir

3. sæti - Þorgrímur Sigmundsson

4. sæti - Ágústa Ágústsdóttir

5. sæti - Alma Sigurbjörnsdóttir

6. sæti - Guðný Harðardóttir

Nýjast