Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra skipaði Stefán í starf rektors til fimm ára, að fenginni tilnefningu háskólaráðs HA. Stefán hefur störf á morgun, 1. júlí, en hann hefur verið forseti læknadeildar Háskóla Íslands frá árinu 2003. Stefán sagði að það leggðist mjög vel í sig að taka við starfinu, sem væri mjög spennandi. Stefán á ættir sínar að rekja norður og sagðist hann alltaf hafa stefnt að því að fara norður aftur. Þá er konan hans frá Akureyri og hennar fjöldskylda þar. Stefán sagði að miðað við stöðuna í þjóðfélaginu væri þetta ekki besti tíminn til að taka við starfinu. "Fyrsta verkefnið sem ég fæ er 8,5% niðurskurður en eftir fundi sem ég hef haldið hér með fjármálastjóra, framkvæmdastjóra og fráfarandi rektor er ég þokkalega bjartsýnn. Ég finn fyrir sterkum anda meðal starfsfólksins og það er lykilatriði. Það sem skiptir mestu máli er að starfsfólkið standi saman og vinni sameiginlega að lausninni." Stefán sagði að verið væri að tala um tímabundinn niðurskurð en á sama tíma sé ætlunin að efla skólann enn frekar.